Ekki hægt að segja til um hvenær sundlaug muni rísa í Urriðaholti í Garðabæ. Ranglega var greint frá því í Fréttablaðinu í dag að sundlaug muni rísa í Urriðaholti með haustinu, rétta er að sundlaug mun rísa í Úlfarsárdal í Reykjavík í haust.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að gert sé ráð fyrir íþróttahúsi og sundlaug í skipulagi Urriðaholts.

„Það er gert ráð fyrir bæði íþróttahúsi og sundlaug við þriðja áfanga Urriðaholtsskóla. Núna er verið að hanna annan áfanga, sem eru kennslurými, sérkennslustofur og mötuneyti. Það verður farið í þá framkvæmd í byrjun árs 2022, um leið og búið er að bjóða það verk út. Í framhaldinu af því, þegar það er risið, þá förum við og hönnum íþróttahús og sundlaug. Það er ekki hægt að gefa nákvæma tímasetningu á því hér og nú. Það er gert ráð fyrir þessu í skipulagi,“ segir Gunnar.

Sundlaug og íþróttahús á skipulagi Garðabæjar.
Mynd/Garðabær

Í Garð­a­bæ eru nú þeg­ar tvær al­menn­ings­sund­laug­ar, í Ás­garð­i og við Breið­u­mýr­i á Álfta­nes­i.

Urrið­a­holt í Garð­a­bæ er ört stækk­and­i hverf­i sem ger­ir ráð fyr­ir 4500 manns þeg­ar það verð­ur full­reist og hef­ur ver­ið í stöð­ugr­i upp­bygg­ing­u síð­ust­u árin. Á vef hverf­is­ins kem­ur fram að með því að bein­a þjón­ust­u íbúa á einn stað mynd­ast þétt­ar­a sam­fé­lag og bæj­ar­brag­ur. Hverf­ið er það fyrst­a á Ís­land­i til að fá vist­vott­un skip­u­lags (BREEAM Comm­un­it­i­es) til þess að tryggj­a lífs­gæð­i og um­hverf­is­vernd með vist­væn­u skip­u­lag­i hverf­is­ins. Urrið­a­holt ligg­ur við frið­land­ið Heið­mörk, sem er eitt stærst­a út­i­vist­ar­svæð­i höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þar sem göng­u- og hjól­a­stíg­ar eru bein­tengd­ir við hverf­ið.