Ekki hefur verið ákveðið hvar talning fer fram í Suðurkjördæmi, ef þess þarf. Yfir­kjör­stjórn Suð­ur­kjör­dæm­is fund­ar í há­deg­in­u í dag og með lands­kjör­stjórn klukk­an 13.30 og far­ið verð­ur yfir það á fund­un­um hvort að tal­ið verð­i aft­ur í kjör­dæm­in­u. Fjór­ir flokk­ar hafa far­ið fram á end­ur­taln­ing­u í kjör­dæm­in­u.

Á fund­in­um verð­ur á­kveð­ið hvort að tal­ið verð­ur og hvar það verð­ur gert, ef þess er þörf. Um helg­in­a var tal­ið í Fjöl­braut­a­skól­an­um á Suð­ur­land­i en þar er skól­a­hald núna og því ó­lík­legt að hægt verð­i að telj­a þar. Að sögn Þór­is hef­ur ann­ar taln­ing­ar­stað­ur ekki ver­ið á­kveð­inn.

At­kvæð­in sem greidd voru í Suð­ur­kjör­dæm­i eru á ör­ugg­um stað að sögn formanns yf­ir­kjör­stjórn­ar, Þór­is Har­alds­son­ar. Hann vild­i ekki gefa upp stað­setn­ing­u þeirr­a og sagð­i það hlut­a af því að hald­a þeim ör­ugg­um.