Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflétta óvissustigi almannavarna vegna hlaups í Skaftá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum og er hlaupið er yfirstaðið.

Í síðustu viku var hættustig lækkað niður á óvissustig og þá voru vegir á svæðinu opnaðir.