Ríkis­lög­reglu­stjóri hefur á­kveðið í sam­ráði við Lög­reglu­stjórann á Norður­landi eystra að fella niður ó­vissu­stig í Út­kinn í Þing­eyjar­sveit. Frá þessu er greint í til­kynningu frá al­manna­varna­deild ríkis­lög­reglu­stjóra.

Skriður féllu nærri Kinn og Út­kinn í Þingeyjarsveit fyrir rúmri viku. Fram kemur í til­kynningunni að enn sé hreinsunar­starfi á svæðinu ekki lokið.