Veður­stofa Ís­lands hefur lýst yfir ó­vissu­stigi vegna snjó­flóða­hættu á norðan­verðum Vest­fjörðum. Nokkur minni snjó­flóð hafa fallið, einkum í Skutuls­firði en einnig í Súganda­firði. Þau hafa hvorki verið fyrir ofan byggð né náð niður á veg.

Frá þessu er greint í til­kynningu frá Lög­reglunni á Vest­fjörðum. Þar kemur fram að í slíku ó­vissu­stigi felist aukinn við­búnað snjó­flóða­vaktar Veður­stofunnar og snjó­at­hugunar­manna á­samt sam­ráði við lög­reglu og al­manna­varnir í héraði vegna snjó­flóða­hættu sem upp kann að koma í byggð.

Ó­vissu­stig felur ekki í sér yfir­vofandi snjó­flóða­hættu í byggð, heldur að hætta geti skapast. Ó­vissu­stigi er lýst yfir til þess að þeir sem koma að að­gerðum, sem getur þurft að grípa til, séu við­búnir. Ó­vissu­stigi er lýst yfir fyrir heila lands­hluta en ekki til­tekna staði áður en á­kvarðanir eru teknar um að­gerðir svo sem rýmingu hús­næðis. Oftast er einungis um að ræða hugsan­lega snjó­flóða­hættu á einum eða fáum stöðum á við­komandi svæði.

Eins og áður sagði er ekki talin hætta á ofan­flóðum ofan byggðar á Vest­fjörðum, eins og staðan er. Hins vegar er nokkur hætta á að snjó­flóð geti fallið á vegi, svo sem við Súða­víkur­hlíð, Eyrar­hlíð og Flat­eyrar­veg svo nokkrir vegir séu nefndir. Fólk er því hvatt til að vera ekki á ferðinni milli byggða­kjarna að nauð­synja­lausu.

Skíða­svæðinu upp á Selja­lands­dal var lokað nú fyrir skömmu síðan og veginum þangað upp eftir einnig. Snjó­flóð hafa verið að falla niður hlíðina ofan þess vegar. At­hugað verður með opnun vegarins í fyrra­málið.

Til­kynning lög­reglunnar er að­gengi­leg hér að neðan.

NV Vestfirðir - óvissustig vegna snjóflóðahættu. Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á...

Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Friday, 22 January 2021