Mikil vetrar­færð er víða um land. Á Vest­fjörðum má búast við hvössum vindi, úr­komu og skaf­renningi fram eftir degi í dag.

Í til­kynningu frá lög­reglunni kemur fram að ó­vissu­stig er á veginum á milli Ísa­fjarðar og Súða­víkur með til­liti til snjó­flóða­hættu.

Þar segir að Veður­stofan, lög­reglan og Vega­gerðin muni fylgjast með með fram­vindunni og hvort nauð­syn­legt sé að loka veginum. Fólk er hvatt til þess að aka ekki veginn nema brýn nauð­syn sé til á meðan ó­vissu­stigið er í gildi.

Fjall­vegir á Vest­fjörðum, eins og Stein­gríms­fjarðar­heiði, Þröskuldar og Dynjandis­heiði eru ó­færir sem stendur.

Með­fylgjandi er kort af veður­að­stæðum á vegum á Vest­fjörðum eins og staðan er nú. Í hinum hlekknum er úr­komu og vinda­spá fyrir Vest­firði í dag.

Veg­far­endur eru hvattir til þess að at­huga með færð og veður ef ætlunin er að leggja í ferð milli þétt­býlis­kjarna. Þær upp­lýsingar má finna á neðan­greindum vef­síðum en einnig í upp­lýsinga­síma Vega­gerðarinnar, 1777.

Veður og færð. Búast má við hvössum vindi, úrkomu og skafrenningi fram eftir degi í dag. Óvissustig er á veginum milli...

Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Thursday, 11 March 2021