Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra hefur lýst yfir annað hvort óvissu- eða hættustigi í fjórum umdæmum á landinu vegna vegna veðurspár á morgun, sunnudaginn 24. September. Umdæmim sem um ræðir eru Norðurland vestra og eystra, Austurland og Suðurland, en þar er hættustig en á hinum þremur óvissustig.

Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að fólk sem hugi að ferðalögum sé hvatt til þess að fylgjast vel með veðurspám á www.vedur.is og upplýsingar um ástand á vegum á www.vegagerdin.is"

Ýmist eru gular eða appelsínugular viðvaranir í gildi þar til aðfaranótt mánudags og á vef Veðurstofunnar kemur fram að það muni á morgun snúast í norðvestan storm eða rok á austurhelmingi landsins. Þá mun snögg kólna með slyddu eða snjókomu á heiðum og fjallvegum á Norður- og Austurlandi.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem rekur veðurvaktina á Blika.is segir í tilkynningu að á Austfjörðum sé spáð slæmum stormi og áköfum sviptivindum, staðbundið allt að 50 til 60 metrum á sekúndu.

Hann varar við því að vegir geti lokast víða, til dæmis hringvegurinn frá Kirkjubæjarklaustri og austur fyrir Djúpavog. Um tíma einnig hviðuveður í Mýrdal og undir Eyjafjöllum.