Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­maður Við­reisnar, segir í færslu sem hún birtir á Face­book að það ríki „ó­vissa í ís­lensku réttar­kerfi – og það að ó­þörfu.“

Hún segir að ein dýr­mætasta réttar­bót síðari ára, Lands­réttur, hafi verið settur í upp­nám og að það sé erfitt að fylgjast með dóms­mála­ráð­herra „fara fjalla­baks­leiðir til að tor­tryggja niður­stöðu Mann­réttinda­dóms­stólsins, sem við Ís­lendingar vel að merkja höfum aldrei áður á­frýjað.“ 

Hún gagn­rýnir að í stað þess að una niður­stöðu dóm­stólsins ætli ráð­herra sér að við­halda þeirri ó­vissu sem niður­staðan setur ís­lenskt réttar­kerfi í með því að á­frýja. Þor­gerður segir það bæði „ó­á­sættan­legt og ó­af­sakan­legt.“ Hún telur að hún hefði frekar átt að viður­kenna al­var­leika stöðunnar og gera eitt­hvað í henni undir eins. 

Þor­gerður segir að það sé nauð­syn­legt að setja hags­muni al­mennings ofar sér­hags­munum og í því felist að þingið verði að vinna, þvert á flokka, að málinu. Það sé nauð­syn­legt til að vernda réttar­ríkið, til að dóms­kerfið virki og til að ó­vissu um Lands­rétt sé eytt. 

„Þar liggur okkar á­byrgð og er mikil­vægasta verk­efni okkar allra á Al­þingi núna eftir niður­stöðu dómsins. Pólitískur ein­strengings­háttur né skot­grafir eru það ekki. Það þarf að leysa úr málinu – og það strax,“ segir Þor­gerður að lokum. 

Færslu Þor­gerðar má sjá hér að neðan.