Niður­stöður út­tektar em­bættis land­læknis á stöðunni á bráða­mót­töku Land­spítalans benda til þess að ó­við­unandi við sé eftir inn­lögn á spítalann eftir komu á bráða­mót­töku. Lagt er til að spítalinn opni legu­deild sem taki við sjúk­lingum af bráða­mót­töku, eða að þeim verði dreift með öðrum hætti þannig að það dvelji ekki svo margir í einu á bráða­mót­tökunni.

Út­tekt land­læknis var fram­kvæmd í sumar í kjöl­far hluta­út­tektar í desember 2018. Þar segir að bráða­mót­tökunni sjálfri takist að sinna sínu hlut­verki, það er að ekki sé töf á því að þeir sem veikastir eru fái þjónustu. Meðal­dvalar­tími þeirra sem út­skrifast heim er að heita ó­breyttur, eða um alls fimm klukku­stundir.

Meðaldvalartími 22,8 klukkustundir

Vandi spítalans liggi því ekki þar, heldur frekar í þjónustu við sjúk­linga sem bíða þess að vera lögð inn, eftir að þau koma á bráða­mót­tökuna. Meðal­dvalar­tími þeirra er talinn „allt of langur“ eða um 22,8 klukku­stundir í ágúst. Þá hafði hann aldrei verið lengri, fyrir utan flensu­tíma­bil.
Í út­tektinni kemur einnig fram að þeim sjúk­lingum fari fjölgandi sem dvelji í fleiri daga á bráða­mót­tökunni. Helstu á­stæður þess eru skortur á hjúkrunar­fræðingum á legu­deildum sem og að hlut­falls­lega fleiri sjúk­lingar leggjast nú inn af bráða­mót­töku en áður vegna flutnings bráða­starf­semi hjarta­gáttar.

„Hús­næði bráða­mót­töku ber engan veginn þann fjölda sjúk­linga sem þar dvelja einatt og eru gerðar al­var­legar at­huga­semdir við það í skýrslunni. Þá er sýkinga­vörnum veru­lega á­bóta­vant við þessar að­stæður,“ segir í til­kynningu á heima­síðu land­læknis.

Þá segir einnig að svo­kallaður út­skriftar­vandi spítalans, að ein­staklingar sem hafa lokið með­ferð geti ekki út­skrifast vegna skorts á úr­ræðum utan spítalans, hafi lagast nokkuð og það megi rekja til opnunar fleiri hjúkrunar­rýma og sjúkra­hótels.

Lagt til að LSH opni legudeild

Í skýrslunni er farið yfir við­brögð Land­spítala við á­bendingum úr fyrri út­tekt og getið um að­gerðir heil­brigðis­mála­ráðu­neytis. Fram kemur að brugðist hefur verið við flestum fyrri á­bendingum. Lagðar eru fram nýjar á­bendingar þar sem brýnast er talið að Land­spítali opni legu­deild sem taki við sjúk­lingum af bráða­mót­tökunni eða að sjúk­lingum verði dreift með öðrum hætti þannig að ekki dveljist svo margir á bráða­mót­töku hverju sinni. Þá eru á­bendingar er varða sóknar­færi í sýkinga­vörnum á bráða­mót­töku.

Til­kynning á heima­síðu em­bættis land­læknis er að­gengi­leg hér.