Áætlunarferðir Strætó á landsbyggðinni riðlast í dag vegna veðurs. Allar ferðir milli Egilsstaða og Akureyrar falla niður í dag.

Leið 57 milli Reykjavíkur og Akureyrar riðlast einnig. Fyrri ferðin Rvk-Ak ekur aðeins að Bifröst og fyrri ferðin Ak-Rvk fellur alveg niður.

Þá ekur leið 51, frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði aðeins að Hvolsvelli, eins og sakir standa.Ferðin frá Höfn til Reykjavíkur fellur niður.

Gul stormviðvörun er í gildi fyrir allt vestanvert landið en á austurhelmingi þess eru appelsínugular viðvaranir í röðum.