Gríðar­legt magn af plastrusli flýtur á yfir­borði sjávar og safnast saman í klösum þar sem haf­straumar mætast í eins­konar hringiðu. Rann­sóknir á ruslinu hefur leitt í ljós að á þeim þrífst ein­stakt vist­kerfi strandtegunda lengst út á sjó. Óttast er að plastruslið geti verið leið fyrir á­gengar tegundir til að ferðast á milli heims­álfa.

Það að dýra­tegundir ferðist á milli svæða á náttúru­legum flekum er þekkt fyrir­bæri en hér áður fyrr voru þau ferða­lög bundin á­kveðnum tak­mörkunum. Náttúru­leg efni eins og fræ eða viður brotna niður mun hraðar en plast og enda sjaldnar jafn heil í sjó, sam­kvæmt rann­sókn sem birt er í vísinda­ritinu Nature Communi­cations.

Rann­sak­endur byrjuðu fyrst að skoða líf­ríki á fljótandi rusli í sjó eftir skæða flóð­bylgju sem skall á Japan árið 2011. Mörg tonn af braki skoluðust út í sjó í kjöl­far flóð­bylgjunnar. Alls­konar leifar ferðuðust langar vega­lengdir og enduðu sum á vestur­strönd Ameríku þar sem fundust á þeim lifandi líf­verur frá fjörum Japans.

Mynd/Nature Communications

Í kjöl­far þessarar upp­götvunar var á­kveðið að rann­saka svæði í sjónum þar sem mikið plast hefur safnast saman. Svæðið sem var skoðað hefur fengið viður­nefnið „Hinn mikli ruslareitur Kyrra­hafsins“. Á­ætlað er að hann inni­haldi 79 þúsund tonn af plastrusli sem nær yfir 1,6 fer­kíló­metra svæði.

Mikið af því er míkróplast sem sést ekki nema í smá­sjá en þar má líka finna mikið af plasti úr fisk­iðnaði, ásamt öðru, svo sem veiði­færi, baujur og jafn­vel heilu skipin.

Á reitnum fundust plöntur og dýr á níu­tíu prósent braksins og á fimm­tíu prósent fundust líf­verur sem venju­lega eru bundnar við fjörur. Plastruslið gerir fjöru­lífi kleift að komast lífs af á út­sjó til lengri tíma, eitt­hvað sem var áður ó­mögu­legt.

„Það að um helmingur braksins beri líf­verur af ströndum vekur upp mikið af spurningum um hvað það þýðir í raun að vera strand­tegund,“ segir Dr. Lins­ey Haram, fræðikonan sem leiddi rann­sóknina, í sam­tali við BBC.