Bar­áttan um em­bætti leið­toga breska Í­halds­flokksins stendur nú á milli tveggja fram­bjóð­enda: utan­ríkis­ráð­herrans Liz Truss og fyrr­verandi fjár­mála­ráð­herrans Rishi Sunak. Kosninga­her­ferðir þeirra til að taka við af Boris John­son sem flokks­leið­toga og þar með for­sætis­ráð­herra hafa verið grodda­legar og fúk­yrði og á­sakanir um lygar hafa flogið á báða bóga.

Enn er rúmur mánuður þar til fyrir liggur hvort þessara leið­toga­efna verður næsti for­sætis­ráð­herra. Keppnin hefur staðið yfir síðan John­son til­kynnti af­sögn sína þann 7. júlí síðast­liðinn, en ekki er búist við loka­niður­stöðu fyrr en 5. septem­ber.

Ef Truss vinnur verður hún þriðji kven­for­sætis­ráð­herrann í sögu Bret­lands, á eftir Margaret Thatcher og Theresu May. Ef Sunak ber sigur úr býtum verður hann fyrsti for­sætis­ráð­herra landsins af asískum ættum.