Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, er nú með tvö minnis­blöð í vinnslu fyrir heil­brigðis­ráð­herra. Hann á ekki von á því að leggja til að sótt­varna­að­gerðum verði af­létt hraðar en á­ætlað var. Þær tak­markanir sem eru í gildi núna gilda til 2. febrúar eða til mið­viku­dags í næstu viku.

Fyrra minnis­blað Þór­ólfs snýr að sótt­kví, sýna­tökum og smit­gát og hvernig er hægt að ein­falda það. Hann á von á því að hann skili ráð­herra því í dag. Seinna minnis­blaðið snýr að sam­fé­lags­legum að­gerðum og á Þór­ólfur von á því að skila því til ráð­herra seinna í vikunni.

Hann segist ekki hafa hug á því að breyta tak­mörkunum fyrir 2. febrúar og vill frekar leggja á­herslu á að ein­falda og létta sótt­kví og smit­gát.

„Það mun örugg­lega leiða til meiri út­breiðslu í sam­fé­laginu og fleiri munu smitast en maður vonast til þess að það leiði ekki til neins al­var­legs. En það er sú veg­ferð sem við erum byrjuð á og ég held að við ættum að halda því á­fram og fara svo í þessar sam­fé­lags­legu að­gerðir,“ segir Þór­ólfur.

Fleiri í sóttkví við greiningu

Alls greindust 1.1151 smit innan­lands í gær og 145 á landa­mærunum. Fram kemur á vefnum co­vid.is að rúmur helmingur eða 53 prósent hafi verið í sótt­kví við greiningu.

„Þetta er svipuð staða og hefur verið undan­farna daga og ljósi punkturinn er sá að það eru tölu­vert fleiri í sótt­kví við greiningu. Þetta hefur hlaupið upp og niður áður,“ segir Þór­ólfur.

Hann segir að enn megi sjá inn­lagnir á spítala. Það hafi þrír lagst inn í gær og enn séu al­var­leg veikindi á spítalanum en fjórir af þeim 38 sem nú liggja inni eru í öndunar­vél.

„Það eru miklu færri að leggjast inn al­var­lega veik núna og upp­lýsingar og greining á gögnum frá Land­spítalanum sýnir að bólu­setningin, sér­stak­lega örvunar­skammturinn, er að koma vel í veg fyrir al­var­leg veikindi,“ segir Þór­ólfur og að það sé gott.

Stefnum öll að afléttingum

Mikið hefur undan­farna daga verið rætt um af­léttingar og sagði Willum Þór Þórs­son, heil­brigðis­ráð­herra, í Bítinu á Bylgjunnií morgun að í ráðu­neytinu væri verið að vinna að af­léttingar­á­ætlun. Spurðu hvort þetta sé unnið í sam­ráði við hann segir Þór­ólfur að þeir tali mikið saman.

„Ég hef sagt það áður og segi aftur að auð­vitað stefnum við öll að því að af­létta, en mín skoðun hefur á­vallt verið sú að það sé gert á gögnum en ekki með ein­hverja til­finningu eða eftir því hvað við viljum gera,“ segir Þór­ólfur.

Hann segir að lengi hafði verið beðið eftir greiningu á gögnum frá Land­spítalanum sem núna eru komin og styðja við önnur gögn sem sýna fram á að miklu færri veikjast af Omíkron en fyrri af­brigðum veirunnar.

Ég hef sagt það áður og segi aftur að auð­vitað stefnum við öll að því að af­létta, en mín skoðun hefur á­vallt verið sú að það sé gert á gögnum

„Við höfum auð­vitað ekkert á­hyggjur af veikindum út í bæ nema það leiði til al­var­legra veikinda. Ég held því að við getum haldið á­fram á þeirri braut sem við erum á og við erum byrjuð á því að ein­falda margt í tengslum við til dæmis sótt­kví, ein­angrun, sýna­tökur og smit­gát,“ segir Þór­ólfur og að hann vilji halda á­fram á þeirri veg­ferð og gera það eins auð­velt og lítið í­þyngjandi fyrir al­menning eins og hægt er.

„Þá förum við líka í af­léttingar á tak­mörkunum en ég held að það eigi að gerast í skrefum. Það er vara­samt að fara of hratt og fá bak­slag og þurfa að stíga aftur til baka. Ég held að það sé ekki það sem menn vilja sjá,“ segir Þór­ólfur.

Mun taka nokkrar vikur að ná hjarðónæmi

Greint var frá því fyrr í dag á vef Frétta­blaðsins að það megi gera ráð fyrir því að tuttugu prósent Ís­lendinga undir fer­tugu hafi verið búin að greinast með Co­vid-19 fyrir mánuði síðan sam­kvæmt fyrstu niður­stöðum rann­sóknar Ís­lenskrar erfða­greiningar.

„Við eigum þá nokkuð í land með að ná hjarðó­næmi, en það mun gerast og það mun taka ein­hverjar vikur að ná því og þá mun þetta smit ganga yfir. Við losnum ekki við það fyrr en við náum góðu ó­næmi í sam­fé­laginu. Það tekur sinn tíma,“ segir Þór­ólfur og að þeirra mark­mið sé enn að tak­marka þann fjölda sem verður al­var­lega veikur. Þótt svo að hlut­fallið sé að­eins um 0,1 prósent þá sé alltaf hætta á að það verði hærra ef við sleppum öllum tak­mörkunum.

Annar sem hefur viðrað sínar skoðanir um af­léttingar er Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, en hann segir að engar for­sendur séu lengur fyrir því að loka fólk inni í ein­angrun og sótt­kví og að sam­hliða því að því verði hætt eigi að hætta skimunum.

„Ég er ekki sam­mála því en ég held að við getum slakað á þessu og fikrað okkur þannig á­fram í til­slökunum en ég held það væri ó­var­legt að hætta öllu bara einn, tveir og þrír,“ segir Þór­ólfur.

Sam­kvæmt fyrstu niður­stöðum rann­sóknar ÍE gefur bólu­efnið einnig góða vörn með smiti, en ekki bara al­var­legum veikindum.

Þór­ólfur segir að aðrar rann­sóknir styðji það en á­réttar þó að það sem helst hefur komið fram er að bólu­efnin, og þá sér­stak­lega fyrir þau sem hafa þegið þrjá skammta, veitir góða vörn gegn al­var­legum veikindum.

„Það eru samt sem áður dá­lítill fjöldi sem er bólu­settur sem hefur smitast. Við sjáum það í okkur gögnum að líkurnar á smiti eru miklu lægri hjá þeim sem hafa þegið þrjár sprautur. Bólu­setningin kemur í veg fyrir smit en sér­stak­lega fyrir al­var­leg veikindi og það er þunga­miðjan í þessu,“ segir hann.