Jarðfræði

Ó­væntur hver­aflaumur streymir í Kleifar­vatn

Öflugur hvítur lækur sem streymir nú úr Austur-Engjahver í Kleifarvatn uppgötvaðist í gær. Jarðvísindamenn segja um að ræða merkilega breytingu sem hugsanlega eigi rætur í hárri grunnvatnsstöðu. Engin hætta er sögð á ferðum.

Hvítur lækur streymir nú út í syðsta flóa Kleifarvatns. Fréttablaðið/Haraldur Diego

Þetta er stórmerkilegt,“ segir Páll Einarsson jarðfræðiprófessor um mikinn flaum sem tók skyndilega að streyma frá Austur-Engjahver og litar nú sunnanvert Kleifarvatn.

Haraldur Diego flugmaður sem flaug yfir svæðið í gærmorgun tók eftir breytingum suðvestur af Kleifarvatni þar sem hvítur flaumur streymdi niður að vatninu. Haraldur tók meðfylgjandi mynd.

„Þetta kemur svolítið á óvart,“ segir Páll sem skoðaði myndir Haraldar í gær. Breytingin sé greinileg. „Það er hugsanleg skýring að grunnvatnið standi mjög hátt ef úrkomusamt sumar og þess vegna renni meira úr hvernum.“

Páll segir að vatn standi nú hærra í Kleifarvatni heldur en hafi verið mjög lengi. Vatnsborðið hafi lækkað um fjóra metra í jarðskjálftum árið 2000. Austur-Engjahver er austan við Krísuvík, um tvo og hálfan kílómetra frá Kleifarvatni.

Breytingin er greinileg, segir Páll Einarsson jarðfræðiprófessor. Fréttablaðið/Haraldur Diego

„Það stendur hverataumur niður allan farveg lækjarins sem rennur úr honum og alveg út í syðsta flóann í vatninu. Þessi flói er búinn að vera á þurru í áratugi en er nú nýlega orðinn að flóa aftur. Vatnið stendur hærra en ég hef séð það síðan ég var ungur maður,“ segir Páll.

Aðspurður segir Páll enga sérstaka hættu vera á ferðum við Kleifarvatn. „Það er fylgst nokkuð vel með í Krísuvík. Það eru alls konar mælingar,“ segir hann.

Meðal þess sem fylgst er með er landhæð. Að sögn Halldórs Geirssonar hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur land nú sigið á Kleifarvatnssvæðinu um tíu til tólf sentímetra frá árinu 2010. Á árunum þar á undan hafi land risið og þannig gangi þetta á víxl. Ekki sé vitað fyrir víst hvort það sé jarðhitakerfið sem valdi þessu eða hvort það tengist meira kvikuferlum.

„Þetta er sennilega kísill sem er í þessu,“ segir Halldór um efnið í hvíta læknum frá Austur-Engjahver.

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands leit á aðstæður við Kleifarvatn eftir ábendingu Fréttablaðsins í gær. „Þetta er eiginlega magnað. Þegar horft er á Kleifarvatn er það tvílitt af vatninu úr þessum hvíta læk,“ segir hún.

Málið segir Kristín hægt að skoða í samhengi við nýlegar upplýsingar um breytingar á hverasvæði á botni Kleifarvatns. „Við sjáum ekki breytingar á skjálftavirkni eða neitt slíkt en þurfum auðvitað að vera vakandi.“

Búast má við að jarðvísindamenn skoði betur á næstu dögum þá stöðu sem upp er komin við Kleifarvatn.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

„Ömur­legt“ að hafa þurft að láta konuna sofa inni á baði

Brexit

ESB samþykkir drög að Brexit-samningi

Bílar

Vann sinn sjötta BMW á 6 árum

Auglýsing

Nýjast

Yfir­maður leyni­þjónustu rúss­neska hersins látinn

Kona á tí­ræðis­aldri látin sofa á salerni með kúa­­bjöllu

Í þessum löndum er bensínið ódýrast

Banda­ríkin sögð í­huga refsi­að­gerðir gegn Kúb­verjum

Hyundai Saga rafmagnsbíll í Sao Paulo

Síðasta þriggja dómara málið

Auglýsing