Helgi Seljan, blaðamaður á Stundinni, sem átti ein stærsta þáttinn í að afhjúpa mútumál Samherja í Namibíu, segist sakna þess að íslenskir ráðherrar bregðist við og tjái sig um hvernig Samherji hafi reynt með rógburði og ógeðslegum hætti að brjóta niður aðalvitnið í mútumálinu í Namibíu niður. Þess í stað skrifi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, færslur á facebook til höfuðs einstökum blaðamönnum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hossi sér á sama tíma á nýjum lögum um aukna vernd uppljóstrara.

Björn Þorláksson blaðamaður ræðir Samherjamálið ítarlega á Fréttavaktinni í kvöld við Þóru og Helga. Upptöku lauk með óvæntri uppákomu. Þátturinn verður sýndur í kvöld klukkan 18.30.