Flugvél Icelandair sem var á leið til Keflavíkurflugvallar frá London fór í óvænta ferð til Akureyrar í gær. Þegar vélin var í þann mund að lenda átti sér stað veðurfarsbreyting.

„Skyndilega kom vont veður. Mikill vindur og éljagangur,“ sagði Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við Fréttablaðið um málið. Þetta veður varð til þess að ákváðið varð að lenda frekar á Akureyri.

Aðrar vélar sem áttu að lenda á svipuðum tíma tókst þó að sleppa álíka ferðalögum, og lentu á Keflavíkurflugvelli stuttu síðar, þegar veður leyfði.

Í samtali við Fréttablaðið sagði Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að þessi ákvörðun hefði verið tekin af flugstjórum vélarinnar af öryggisástæðum.

Þá sagði hún að flugvélin hefði tekið bensín á Akureyri, og haldið aftur til Keflavíkur stuttu síðar með alla farþega sína meðferðis.