Pétur Guð­mann Guð­manns­son réttar­meina­fræðingur á Land­spítala hefur krufið nærri 190 lík vegna ó­út­skýrðra dauðs­falla hér á landi í ár, á­líka mörg og krufin voru allt árið í fyrra. Þetta kemur fram í við­tali við Pétur í Lækna­blaðinu.

Em­bætti land­læknis hefur ekki birt bráða­birgða­tölur úr dánar­meina­skrá í ár þar sem skýrslu­gerð vegna and­látanna hefur dregist vegna á­lagsins.

„Ég reyni að for­gangs­raða,“ segir Pétur í sam­tali við Lækna­blaðið en hann fær brátt liðs­auka fjóra daga í mánuði. Snjó­laug Níels­dóttir, sem er einnig sér­menntuð í réttar­meina­fræði, flýgur frá Dan­mörku og kryfur með honum líkin.

„Við vissum ekki af henni fyrr en ný­lega. Ég hélt ég væri einn og varð því afar á­nægður þegar Snjó­laug dúkkaði upp. Það er á­nægju­legt að hafa kollega. Þetta starf getur verið ein­angrandi. Það er ekki gott að vera einn, al­einn í fagi,“ segir Pétur sem kryfur líkin í kjallara meina­fræði­deildarinnar við Baróns­stíg.

Pétur hefur verið einn í krufningum frá ára­mótum. Hann segir að um 8-10% þeirra sem deyja hér á landi fara í réttar­krufningu.

„Um 200 á ári, stöðug tala, en í ár eru þau rétt að verða 190 og þrír og hálfur mánuður eftir af árinu. Það hefur verið mikið að gera,“ segir Pétur. „Til­finningin er að sjálfs­vígum fjölgi.“

Hægt er að lesa við­tal við Pétur í Lækna­blaðinu hér.