Bílar

Óútskýrð hækkun bílatrygginga

Hagnaður tryggingafélaganna í fyrra var 7.435 milljónir króna og arðgreiðslur til hluthafa námu 5.322 milljónum. Bílatryggingar hafa hækkað um 24% á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 7,38% og því um 16,5% hækkun að ræða umfram verðlagshækkanir.

Styrking á gengi krónunnar hefur leitt til þess að verð á bílum hefur lækkað um 13,28% og verð á varahlutum um 21,93% frá árinu 2014, en samt hafa bílatryggingar hækkað stórlega. Fréttablaðið/Ernir

Í könnun sem Verðlagseftirlit ASÍ lét vinna hafa bílatryggingar hækkað um 24% á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað um 7,38% og er því um 16,5% hækkun að ræða umfram almennar verðlagshækkanir. Fram kemur einnig í könnun Verðlagseftirlits ASÍ  að ýmsir ytri áhrifaþættir eru þó hagstæðir fyrir tryggingafélögin eins og miklar verðlækkanir á bílum, sem nema 13% og 22% verðlækkun á  varahlutum á sama tíma, auk þess sem umferðaslysum fer fækkandi. Þrátt fyrir þetta sjá tryggingafélögin ástæðu til að hækka verð á bílatryggingum, þau hagnast sem aldrei fyrr og greiða á sama tíma út milljarða í arðgreiðslur. Samanlagður hagnaður íslensku tryggingafélaganna í fyrra var 7.435 milljónir króna og arðgreiðslur til hluthafa námu 5.322 milljónum.

Lækkað verð bíla og varahluta

Styrking á gengi krónunnar hefur leitt til þess að verð á bílum hefur lækkað um 13,28% og verð á varahlutum um 21,93% frá árinu 2014, en verð á bílum og varahlutum eru meðal þeirra þátta sem hafa áhrif á verð bílatrygginga. Það vekur því athygli hversu hratt tryggingar hafa hækkað á undanförnum árum miðað við þróun þessara áhrifaþátta. Viðskiptavinir tryggingafélaganna fá ekki að njóta góðs af jákvæðri afkomu tryggingafélaganna heldur rennur jákvæð afkoma beint í vasa hluthafa á sama tíma og viðskiptavinir sjá verð bílatrygginga hækka ár hvert.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Porsche Taycan langbakur

Bílar

Yfirgengileg eftirspurn eftir Suzuki Jimny

Bílar

85% bíla BMW enn með brunavél árið 2030

Auglýsing

Nýjast

Segir sannar­lega út­lit fyrir að Khas­hoggi sé látinn

Kirkj­an sam­þykk­ir að greið­a borg­inn­i 41 millj­ón evra

Inn­­kaup­­a­r­egl­­ur brotn­­ar við end­ur­gerð bragg­­ans

Þriggja bíla árekstur á Reykjanesbraut

Egill í Brim­borg þjarmar enn að RÚV vegna Kveiks

Falsaði hæfni­próf til að fá flug­liða­skír­teini

Auglýsing