Olíugeymsluskipið FSO Safer, sem yfirgefið var árið 2017, grotnar nú niður á Rauðahafi og gætu átta milljónir Jemena orðið án vatns af þeim sökum.

Þetta kemur fram á vef The Guardian.

Tvær hafnir gætu lokast sem taka við olíu í vatnspumpurnar. Rúm ein milljón olíutunna er um borð og leki gæti eyðilagt fiskistofna í Jemen, eins fátækasta ríkis heims.

Umhverfispjöllin munu einnig hafa áhrif á Sádi-Arabíu, Erítreu og Díbjútí samkvæmt nýrri líkanagerð.