Ríkisstjórnin í Danmörku hefur ákveðið að bjóða öllum yfir fimmtíu ára nýja bólusetningu gegn kórónaveirunni. Þeir sem eru viðkvæmir fyrir geta fengið endurbólusetningu strax í næstu viku að sögn Danmarks Radio.

„Við vonumst til að að kórónveiran sé ekki að fara að hafa áhrif á danskar fjölskyldur en við verðum að vera viðbúin,“ sagði Mette Frederiksen forsætisráðherra sem kynnti áformin á sameiginlegum blaðamannafundi ríkisstjórnararinnar og danskra heilbrigðisyfirvalda í morgun.

Líkt og á Íslandi hefur covidsmitum í Danmörku fjölgað að undanförnu. Það er meðal annars vegna útbreiðslu undirafbrigðis af ómíkrón sem kallast BA5 að sögn Danmarks Radio.

Þrátt fyrir aukna útbreiðslu hafa stjórnvöld ekki áform um að herða sóttvarnaraðagerðir. Þannig sagðir Frederiksen forsætisáðherra að fólk geti til dæmis látið sig hlakkað til að mæta á viðburði á borð við Hróarskelduhátíðina sem byrjar á föstudaginn. „Við eigum að njóta sumarsins,“ sagði Frederiksen.

Segir Danmarks Radio að ætlun stjórnvalda sé að vera á undan veirunni í þetta skipti. Þannig hafi forsætisráðherra lýst fjórum grundvallar markmiðum.

Í fyrsta lagi er ætlunin sögð vera sú að standa vörð um þá sem eru eldri og þá sem eru viðkvæmir. Þá sé ætlunin að koma í veg fyrir að of miklu álagi á sjúkrahús, halda efnahagslífinu gangandi og í fjórða lagi að komas hjá lokunum og of mörgum höftum.

Kom fram á blaðamannafundinum að komið hafu á daginn að bóluefni séu ekki sérlega góð til að verjast smiti, að minnsta kosti ekki nýju afbrigðunum. Hins vegar sé þó mjög góð til að hindra alvarleg veikindi og þar með stórar bylgjur af veikindum.

Fjórða bólusetningin í haust mun sem fyrr segir standa öllum Dönum eldri en fimmtíu ára til boða. Það eru tvær og hálf milljón manna.

„Bóluefnin eru áfram mikilvægasta verkfærið. Þau sönnuðu gildi sitt síðasta vetur,“ sagði Frederiksen að því er fram kemur í frétt Danmarks Radio. „En við vitum að virkni bóluefnanna dalar með tímanum og heilbrigðisyfirvöld búast við nýrri bylgju.“