Lista- og tón­listar­maðurinn Örn Töns­berg kveðst hafa á­hyggjur af því að stjórn­völd muni fjar­lægja lista­verk eftir lista­manninn Margeir Dire sem hefur staðið ó­á­reitt á bíla­planinu við Sjávar­út­vegs­ráðu­neytið frá árinu 2015.

Á­hyggjur Arnar eru sprottnar af hreinsunar­að­gerðum stjórn­valda sem áttu sér stað á bíla­planinu í gær. Þá var vegglista­verk með á­letruninni „Hvar er nýja stjórnar­skráin“ fjar­lægt en verkið stóð á sama vegg og lista­verk Margeirs, sem er hinu megin á veggnum.

Menningar­verð­mæti á bíla­planinu

„Margeir var einn af okkar fremstu lista­mönnum og var alveg fram­úr­skarandi á þessu sviði,“ segir Örn sem þekkti lista­manninn vel. Margeir lést árið 2019 í Ber­lín og hafa fjöl­skylda hans og vinir, á­samt götu­lista­mönnum, passað að þau fáu verk sem enn standa eftir hann í Reykja­vík fái að vera í friði.

„Það eru mikil menningar­verð­mæti falin í þessu verki, sem er eitt­hvað sem fólk gerir sér ekki endi­lega grein fyrir.“ Verkið skipti ekki að­eins máli fyrir fólkið sem þekkti hann heldur lista­söguna eins og hún leggur sig.

„Hann var lang­besti graffari sem við höfum átt og það eru svo fá verk eftir hann sem standa enn í mið­bænum, mikið af þessu sem hefur horfið með tímanum.“ Það skipti því gríðar­miklu máli að varð­veita verkið.

Margeir Dire var einn fremsti vegglistamaður Íslands en hann lést árið 2019 í Berlín.

Til­gerðar­laus list

„Graff er þannig að það eru ekki beint settar merkingar eða gefin út sýningar­skrá þannig að fólk geti skoðað, þetta er bara málað og svo standa verkin þar til málað er yfir þau.“

Örn minnist þess þegar Margeir málaði verkið á sínum tíma. „Hann skaust bara út og málaði þetta á einum eftir­mið­degi. Hann gerði það oft að fara út á daginn og mála.“ Verkið er mjög lýsandi fyrir stíl Margeirs en hann var þekktur fyrir að gera mál­verk á striga í svipuðum dúr. „Það er mikill Dire karakter í þessu til­tekna verki.“

Þvotturinn hluti af gjörningnum

Örn hvetur fólk til að fara út og skoða listina sem þar er að finna „Bíla­planið er einn af þessum stöðum þar sem hefur hálf­vegis verið leyft að graffa og þarna er mikið af rót­eringum á verkum,“ segir Örn.

„Þrátt fyrir að þetta sé lát­laust bíla­stæði þá er mikið af gulli sem leynist þarna.“ Fáir staðir í mið­bænum bjóði upp á slíka grósku og því sé alltaf eitt­hvað nýtt að sjá. Vegglista­menn vita þó allir að ekki eigi að mála yfir verk Margeirs.

Nýjasta verk Skilta­málunar og Nýja stjórnar­skrár­fé­lagsins sem var fjar­lægt í gær hefur að mati Arnar styrkt sögu staðarins. „Þetta er æðis­legt verk hjá þeim og sýnir líka mátt þessa list­forms.“ Veggja­þvotturinn hafi ýtt undir það. „Auð­vitað er það líka al­gert lista­verk í sjálfu sér að þetta hafi verið þvegið af og málað aftur.“