Antony Blin­ken, utan­ríkis­ráð­herra Banda­ríkjanna, lýsir yfir á­hyggjum af fram­þróun Írans í kjarn­orku­málum. Hann segir að­eins nokkrar vikur eftir til að bjarga kjarn­orku­sátt­málanum áður en þekking þeirra verður of víð­tæk og ekki verður aftur snúið.

Íran og fleiri sem höfðu að­komu að íranska kjarn­orku­sátt­málanum frá árinum 2015 hafa undan­farið fundað í Vienna í Austur­ríki. Donald Trump, þá­verandi for­seti Banda­ríkjanna, dró til baka þátt­töku Banda­ríkjanna í sátt­málanum árið 2018.

„Íran nálgast það óð­fluga að geta fram­leitt með mjög stuttum fyrir­vara nóg af kjarn­k­leyfu efni til að búa til kjarn­orku­vopn,“ segir Blin­ken í við­tali við NPR.

Blin­ken bætir við að fram­þróun Íran í kjarn­orku­málum hafi orðið mikil á þeim tíma frá því Banda­ríkin drógu sig úr sátt­málanum. Yfir­völd í Íran hafi ekki séð sig knúin til að fram­fylgja honum lengur, eftir út­spil Trumps og þungar þvingunar­að­gerðir sem hann lagði á landið í kjöl­farið.

Joe Biden for­seti Banda­ríkjanna vill gjarnan finna leið til að koma sátt­málanum aftur í samt horf og I­bra­him Raisi for­seti Íran vill sömu­leiðis komast undan þvingunar­að­gerðir Banda­ríkjanna. Á­fram verður fundað í Vienna til að finna lausn á málinu.