Hætta er á því að börn dragist aftur úr námi á meðan á sótt­kví eða ein­angrun stendur, sér­stak­lega ef það gerist í­trekað, segir um­boðs­maður barna í bréfi til mennta- og barna­mála­ráð­herra.

Í ein­hverjum til­fellum er börnum haldið heima í verndar­sótt­kví ef börnin eru sjálf eða fjöl­skyldu­með­limir þeirra í á­hættu­hópi. Salvör Nor­dal, um­boðs­maður barna, segir að henni hafi borist fjölda á­bendinga og fyrir­spurna um rétt barna sem sæta sótt­kví eða ein­angrun.

Að sögn Salvarar er brýnt að skólar fái leið­beiningar, að sam­hæfð við­brögð séu tryggð og að réttur barna til menntunar sé virtur. Við­brögð skólanna vegna sótt­kví og ein­angrun nem­enda séu mjög mis­munandi.

Salvöru hafa borist á­bendingar frá for­eldrum um að þau hafi þurft að eiga frum­kvæði að sam­skiptum við skólana um hvernig námi barns í sótt­kví eða ein­angrun skuli hagað. Sam­starfið séu þó í flestum til­fellum gott.

Þarf að samræma viðbrögð skóla

Mis­munandi er hvernig fjar­vera vegna sótt­kvíar eða ein­angrun eru skráðar. Sum staðar eru fjar­verurnar skráðar sem leyfi eða al­menn veikindi. Annars staðar eru þær skráðar sem fjar­vera tengdar far­aldrinum.

„Að mati um­boðs­manns barna er baga­legt að skráning fjar­vista nem­enda vegna far­aldursins hafi ekki verið sam­ræmd, enda um mikil­vægar upp­lýsingar að ræða, sem gefa vís­bendingar um þann fjölda barna sem mun þurfa á auknum stuðningi við á­fram­haldandi nám sitt að halda,“ segir Salvör í bréfinu.

Í­trekuð sótt­kví eða ein­angrun auka einnig líkurnar á fé­lags­legri ein­angrun barna og mögu­lega skóla­forðun. Um­boðs­maður hefur bent á mikil­vægi þess að gripið sé til að­gerða til að bregðast við skóla­forðun og því að nem­endur hverfi frá námi.

Um­boðs­maður vill að sér­stakt mat sé lagt á þörf barna fyrir stuðning í námi eftir langa fjar­veru, að ráðu­neytið veiti skólum leið­beiningar um stuðning til að réttur barna til menntunar verði sem best tryggður og veiti fram­halds­skólum leið­beiningar um hvernig megi styðja við fjar­verandi nem­endur.