Erlent

Óttast að þekktur blaðamaður hafi verið myrtur

Jamal Khashoggi hefur ekki sést síðan hann gekk inn á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl til að sækja skilnaðarpappíra. Unnusta hans beið hans fyrir utan í hálfan sólarhring.

Mótmælt fyrir utan ræðisskrifstofu Sádi-Araba í Istanbúl. Getty Images

Óttast er að sádi-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabía í Istanbúl í Tyrklandi í vikunni. Hann hvarf þann 2. október.

Það er Tyrkneska lögreglan sem óttast að hópur manna hafi verið sendur sérstaklega til borgarinnar til að koma Khashoggi fyrir kattarnef. Hópurinn hafi komið til borgarinnar og yfirgefið hana samdægurs. 

Khashoggi hefur skrifað fyrir Washington Post og er mjög þekktur blaðamaður. Hann hefur undanfarið gagnrýnt krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, harðlega. Hefur hefur um 1,6 milljónir fylgjenda á Twitter.

Khasoggi gekk inn á ræðisskrifstofuna í Istanbúl á þriðjudaginn. Hann var þar til að sækja skilnaðarpappíra því hann hugðist kvænast tyrknesku unnustu sinni, Hatice Cengiz. Hún beið hans fyrir utan í ellefu klukkustundir, án þess að hann kæmi út.

Ræðismaður Sádi-Arabíu í Istanbúl hefur á hinn bóginn fullyrt að Khashoggi hafi yfirgefið bygginguna áður en hann hvarf.

„Jamal er ekki dáinn. Ég trúi því ekki að hann hafi verið myrtur...!“ skrifaði Cengiz á Twitter þegar upplýsingarnar komu frá tyrknesku lögreglunni. Fyrir utan skrifstofuna hafa mótmælendur safnast saman, sem krefjast lausnar Jamal Khashoggi.

Sádi-Arabar hafa boðið Tyrkjum, sem rannsaka málið, að leita á skrifstofunni. Þeir hafi ekkert að fela.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Karadzic dæmdur í lífstíðarfangelsi

Kasakstan

Ekki Astana heldur Nur­sultan

Erlent

Örlög Karadzic ráðast í dag

Auglýsing

Nýjast

​„Eigum ekki að stilla fólki upp á móti hvert öðru“

Bíl­stjórar utan stéttar­fé­laga munu aka - þvert á full­yrðingar Eflingar

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi hjá LÍV

Sjöunda mis­linga­smitið stað­fest

Pókerspilarar hvattir til að vera á varðbergi

Spyr hvað ríkis­stjórnin borgar fyrir aug­lýsingar á Face­book

Auglýsing