Andrean Sigur­geirs­son, dansari hljóm­sveitarinnar Hatara og Ís­lenska Dans­flokksins, vakti at­hygli um helgina þegar hann klæddist stórum vængjum í regn­boga­litum, á tón­leikum Hatara í Moskvu í Rúss­landi. Að sögn Andreans spratt hug­myndin upp eftir að hann flaggaði hin­segin fánanum í græna her­berginu þegar Hatari keppti fyrir hönd Ís­lands í Euro­vision.

„Við á Ís­landi tökum honum bara eins og venju­legum fána en svo eru náttúru­lega mörg lönd sem taka þátt í þessari keppni sem bara brjóta í­trekað á réttindum sam­kyn­hneigðra og þar á meðal er Rúss­land hvað fremst í stafni,“ segir Andrean í sam­tali við Frétta­blaðið en hann segist hafa fengið fjöl­mörg skila­boð frá ungu hin­segin fólki í Rúss­landi eftir að hann flaggaði fánanum.

„Ég lá bara uppi í rúmi há­grátandi yfir þessu, hvað heimurinn er ó­geðs­legur og hvað mann­réttindi eiga bara langt á mörgum stöðum í heiminum og ég sagði við strákana, ef það kemur eitt­hvað til þess að við förum að ferðast til Rúss­lands að þá ætla ég með,“ segir Andrean. „Svo kom þetta bara í ljós að við vorum að fara út og þá vildi ég gera eitt­hvað klikkað.“

Eftir að hafa fengið fjölmörg skilaboð frá ungu samkynhneigðu fólki frá Rússlandi og ákvað Andrean að fara með bandinu til Rússlands.
Mynd/Timofeeva Lenka

Bjóst við að yfir­völd eða toll­verðir myndu gera vængina upp­tæka

Andrean minnist þess að hann hafi séð þátt af Ru­P­auls Drag Race þar sem ein drag­drottningin klæddist stórum vængjum og segist hafa viljað gera eitt­hvað svipað. „Ég hafði sam­band við nokkra aðila sem ég vissi að væru hand­lagnir og talaði svo við Harald Leví, sem er í Þjóð­leik­húsinu, sem að bjó til mekanis­mann og svo Alexíu Rós, sauma­konu, sem saumaði vængina, og við gerðum þetta bara á viku og svo flaug ég út,“ segir Andrean.

„Svo var ég bara allan tímann á leiðinni út skít­hræddur um líf mitt eigin­lega bara,“ segir Andrean en hann líkir upp­lifuninni við það að hafa eitt­hvað ó­lög­legt í töskunni og bjóst við að yfir­völd eða toll­verðir myndu gera vængina upp­tæka. „Mér fannst ég ekki geta treyst neinum,“ segir Andrean en þrátt fyrir að ferðin hafi gengið vel var hann mjög ó­öruggur og sí­fellt á varð­bergi.

Andrean fékk hugmyndina af vængjunum út frá þætti af RuPauls Drag Race
Mynd/Andrean Sigurgeirsson

Róaðist þegar hann mætti á staðinn

Að sögn Andreans var upp­lifunin á því að vera í Rúss­landi erfið en hann segir að hlutirnir hafi breyst þegar þau komu á staðinn sem tón­leikarnir voru haldnir. „Þá fann maður fyrir að­eins svona sam­þenkjandi fólki og það róaði mig líka alveg gríðar­lega að sendi­herra Ís­lands hafi verið á staðnum,“ segir Andrean og leit á veru hennar sem á­kveðna vernd.

„Strákarnir sjálfir voru náttúru­lega líka svo­lítið smeykir bara með sitt gigg út af því að Hatari í sjálfu sér er í raun frekar hómó­erótískt band, það sem þeir eru að gera uppi á sviði og myndi kannski ekki teljast hið mest hefð­bundna,“ segir Andrean en hann segist ekki hafa viljað að fara með bandinu til Péturs­borgar og sýna þar vængina af ótta við að ein­hverjir myndu ráðast á hann eftir að hafa séð at­riðið.

Bjóst við því versta

„Þegar Hatrið mun sigra kom, sem var síðasta lagið okkar, tek ég smá dans og fer svo niður og set á mig vængina, og preppa, og ég man að ég hugsaði bara okei ef það er ein­hver í salnum með ein­hver skot­færi eða eitt­hvað þá vona ég bara að hann skjóti mig í magann af því það er auð­veldast að laga það,“ segir Andrean en hann var þá til­búin fyrir allt.

„Eftir að ég tók út vængina, fólk öskraði, það bara há­grét og maður fann alveg fyrir ástinni og hvað fólk var í rauninni bara frjálst þarna í smá tíma,“ segir Andrean og lýsir því að eftir að at­riðið kláraðist hafi hann sjálfur farið að há­gráta. „Ég er enn­þá bara að fá fullt af ema­ilum frá fólki sem bara þakkar fyrir þetta litla "act" því fólk er bara þaggað,“ segir Andrean að lokum.

View this post on Instagram

Our existence is a reality Russian “gay propaganda laws” of 2013 punishes and bans the promotion of non-traditional relations to minors. The law is disguised as a way to protect children but what it actually does is that it increases the stigmatization of LGBTQ+ people in society. The law violates people’s rights to freedom of speech, and the law effectively bans all public demonstrations or events speaking in favour of LGBT rights. Many important LGBTQ+ support networks have been banned on the internet because of this law. Gay pride parades are met with much resistance by local authorities across Russia, On April 2017 Checnyan (Russian) authorities began an anti-LGBTQ+ purge where 100 men were arrested and tortured for being gay, many were murdered. In 2019, 40 LGBTQ+ men and women were arrested and tortured in another purge. Russian authorities do not care about queer people, they actively try to harm, torture and murder LGBTQ+ people in Russia. The Russian President, Government and police give a silent consent to these crimes. LGBTQ+ people live in fear as they are being discriminated against and attacks on queer people often go unreported by Police. Politicians and LGBT rights activists are murdered in Russia, advocates risk their lives and often lose them trying to improve LGBT peoples’ lives in Russia. This is for you, the brave, beautiful and kind-hearted human beings who are LGBTQ+ in Russia. Thank you for sharing your stories with me and I hope one day that Russia will rise from their hate and learn that love is simply love. Thanks to @alexiarosg and @haraldurlevy who helped me create the wings ❤ 📸@vitadminka

A post shared by Andrean Sigurgeirsson (@ssandrean) on