Ragn­heiður Ósk Er­lends­dóttir, hjá Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, segist ekki hafa heyrt af skipu­lögðum mót­mælum vegna bólu­setninga barna á aldrinum 5 til 11 ára í Laugar­dals­höll í dag.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins hefur verið tölu­verð um­ræða meðal hóps sem er mót­fallinn bólu­setningunum að mót­mæla um há­degis­bil við Laugar­dals­höll í dag en fyrsti hópur barna mætir klukkan tólf í bólu­setningu.

Spurð hvort að lög­reglan hafi verið kölluð til sér­stak­lega vegna hættunnar á slíkum mót­mælum segir Ragn­heiður Ósk að lög­reglan sé á­vallt við­stödd öll mót­mæli í Laugar­dals­höll og að hún muni ekki hika við að bregðast við ef fólk ætli sér að mót­mæla við höllina í dag.

„Lög­reglan er þátt­takandi í þessu með okkur og þau sjá um það ef svo verður. Mér finnst samt ó­trú­legt ef að fólk sem gefur sig út fyrir að vera annt um vel­ferð og vel­líðan barna ætlar að velja sér þessa stað­setningu til mót­mæla. Það kæmi mér veru­lega á ó­vart ef þau ætli að valda börnum kvíða með þessum hætti,“ segir Ragn­heiður Ósk á­kveðin.

„Þau hljóta að velja sér aðra stað­setningu, hjá ráðu­neyti eða hjá sótt­varna­lækni eða annars staðar þar sem á­kvarðanir eru teknar, í stað þess að hrella börnin hér. Mér finnst ó­trú­legt ef það gerist en ef það verður af því þá verða þau að eiga það við sig,“ segir Ragn­heiður.

Bólu­setning barna á aldurs­bilinu 5 til 11 ára hófst í síðustu viku en í þessari viku hefst átak á höfuð­borgar­svæðinu þar sem for­eldrum barna býðst að mæta með þeim í Laugar­dals­höll til að þiggja bólu­setningu með bólu­efni Pfizer. Ragn­heiður segir að fyrsti dagurinn sé lítill og að þau ætli að­eins að byrja á því að blanda um 500 skammta. Það séu þó 1.600 börn í þeim skólum sem hafi getað mætt í dag.

„Það eru mörg búin að fá Co­vid, eru í sótt­kví núna eða ein­angrun. Við byrjum á því að blanda 500 núna og svo kemur það í ljós.“

Opið verður til klukkan 18 í Laugar­dals­höllinni í dag og er bólu­sett eftir fæðingar­mánuðum. Þannig eru þau börn sem mæta fyrst fædd í janúar.

Nánar um þetta hér á vef heilsu­gæslunnar og hér á vef embættis landlæknis.