Í til­efni þess að Mar­s­jeppinn Þraut­seigja hefur nú dvalið í hundrað Mars­daga (sols) á Mars birti banda­ríska flug- og geim­vísinda­stofnunin NASA myndir frá dvölinni.

Síðan jeppinn lenti hefur hann náð ó­trú­legum myndum í kringum lendingar­stað sinn. Hlut­verk Þraut­seigju er meðal annars að rann­saka hvort um­merki um ör­veru­líf megi finna á plánetunni auk þess sem jeppinn sinnir jarð­fræði­rann­sóknum.

Jeppinn Þraut­seigja er hannaður af NASA í sam­starfi við kanadíska fyrir­tækið Mission Control en gervi-jeppi var prófaður hér á landi sumarið 2019 og komu nem­endur Há­skólans í Reykja­vík að rann­sókninni.

Þraut­seigja lagði af stað í 471 milljón kíló­metra ferða­lag sitt 30. júlí síðast­liðinn og lenti þann 18. febrúar á­samt þyrlunni Hug­viti (e. Ingenuity).

Hug­vit er fyrsta flug­far mann­kyns á annarri plánetu og braut blað í mann­kyns­sögunni þegar það tókst á loft. Hug­vit hefur tekið þó nokkrar loft­myndir af Mars.

Þrautseigja í byrjun apríl.
Mynd/NASA/JPL-CALTECH/ASU
Hugvit er 1.8 kílóa þung þyrla.
Mynd/NASA/JPL-CALTECH/ASU
Fyrsta loftmynd Hugvits.
Mynd/NASA/JPL-CALTECH/ASU
Hugvit flaug upp í tíu metra hæð áður og flaug um 129 metra í burtu.
Mynd/NASA/JPL-CALTECH/ASU
Um tveir mánuðir eru síðan Þrautseigja lagði í sína fyrstu ferð.
Mynd/NASA/JPL-CALTECH/ASU
Þrautseigja notar geisla til að safna upplýsingum um jarðfræði plánetunnar.
Mynd/NASA/JPL-CALTECH/ASU
Þó nokkrar myndavélar eru staðsettar á Þrautseigju og var þessi tekin úr ,,hægra auga" Þrautseigju.
Mynd/NASA/JPL-CALTECH/ASU
Mynd frá sjöttu viku.
Mynd/NASA/JPL-CALTECH/ASU