Innlent

Ótímabært að bólusetja börn gegn inflúensu

Heilbrigðisráðherra segir að á meðan óvissa ríki um ávinning bólusetningar við inflúensu séu þær óþarfar.

Öllum sem eru í sérstökum áhættuhópi er gefinn kostur á bólusetningu gegn árstíðabundinni inflúensu og er bóluefnið þeim að kostnaðarlausu. Fréttablaðið/Vilhelm

Ekki er tímabært að svo stöddu að hefja almennar bólusetningar gegn inflúensu hjá börnum á skólaskyldualdri þar sem óvissa ríkir um ávinning bólusetningarinnar á þessum aldri.

Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur um lyf við inflúensu fyrir börn á skólaskyldualdri. Fyrirspurn Önnu Kolbrúnar sneri að því hvort ráðherra telji þjóðhagslega hagkvæmt að gefa börnum lyf við inflúensu, líkt og tíðkist á Englandi, þar sem börn fá lyfið í formi nefúða. 

Svandís segir ekki að ekki hafi verið gerð greining á kostnaði sem fylgi bólusetningunum, og því sé ómögulegt að segja til um þjóðhagslega hagkvæmni. Þá segist hún hafa leitað afstöðu sóttvarnalæknis, sem telji ekki ótímabært að hefja almennar bólusetningar.

„Ráðherra telur fyrirkomulag bólusetningar við inflúensu vera gott og tekur undir með sóttvarnalækni að ekki sé að svo stöddu tímabært að hefja bólusetningar hjá þessum hópi,“ segir Svandís í svarinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Evrópa

Vara við aukinni útbreiðslu mislinga í Evrópu

Innlent

Verðandi foreldrar geti andað léttar

Innlent

Var að taka fram­úr þegar áreksturinn varð

Auglýsing

Nýjast

Mót­mæla af­sökunar­beiðni Stein­gríms til Kjærs­ga­ar­d

Björguðu Hvítu hjálmunum frá Sýr­landi

Stuðnings­hópur ljós­mæðra slær sam­stöðu­fundi á frest

Hildur Knúts­dóttir sagði skilið við VG

Hand­tekinn fyrir brot á vopna­lögum og líkams­á­rás

Leituðu konu sem hafði aðeins tafist á göngu

Auglýsing