Innlent

Ótímabært að bólusetja börn gegn inflúensu

Heilbrigðisráðherra segir að á meðan óvissa ríki um ávinning bólusetningar við inflúensu séu þær óþarfar.

Öllum sem eru í sérstökum áhættuhópi er gefinn kostur á bólusetningu gegn árstíðabundinni inflúensu og er bóluefnið þeim að kostnaðarlausu. Fréttablaðið/Vilhelm

Ekki er tímabært að svo stöddu að hefja almennar bólusetningar gegn inflúensu hjá börnum á skólaskyldualdri þar sem óvissa ríkir um ávinning bólusetningarinnar á þessum aldri.

Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur um lyf við inflúensu fyrir börn á skólaskyldualdri. Fyrirspurn Önnu Kolbrúnar sneri að því hvort ráðherra telji þjóðhagslega hagkvæmt að gefa börnum lyf við inflúensu, líkt og tíðkist á Englandi, þar sem börn fá lyfið í formi nefúða. 

Svandís segir ekki að ekki hafi verið gerð greining á kostnaði sem fylgi bólusetningunum, og því sé ómögulegt að segja til um þjóðhagslega hagkvæmni. Þá segist hún hafa leitað afstöðu sóttvarnalæknis, sem telji ekki ótímabært að hefja almennar bólusetningar.

„Ráðherra telur fyrirkomulag bólusetningar við inflúensu vera gott og tekur undir með sóttvarnalækni að ekki sé að svo stöddu tímabært að hefja bólusetningar hjá þessum hópi,“ segir Svandís í svarinu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Evrópa

Vara við aukinni útbreiðslu mislinga í Evrópu

Innlent

Ferðalangar sýni aðgát í dag

Innlent

Stal bíl og ók inn í Seljakjör

Auglýsing

Nýjast

Stúlkurnar þrjár fundnar

Leitað að þremur 15 ára stúlkum frá Selfossi

Björn Bjarna furðar sig á „ein­kenni­legu“ frétta­mati RÚV

Spá allt að 40 metrum á sekúndu

Segir Jón Steinar varðhund feðraveldisins

Tyrkir hóta að afhjúpa allt um morðið

Auglýsing