Gríðar­lega löng bíla­röð hefur nú myndast á Reykja­nes­brautinni þar sem færð er orðin mjög slæm. Nokkrir sem sátu fastir í röðinni tóku upp á því að yfir­gefa bílana sína og ganga upp í flug­stöðina til að ná flugum sínum.

Röðin er gríðarlega löng og nær frá flugstöðinni að Þjóðbraut.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum

Lög­reglu­stjórinn á Suður­nesjum biðlar til fólks að gera þetta ekki; engin flug eru um þessar mundir vegna veðurs og verða öku­menn að bíða ró­legir eftir að leysist úr um­ferðar­teppunni. „Tölu­verð hætta steðjar að þessum ein­stak­lingum og var þeim komið í var í bif­reiðum sem sitja fastar á Reykja­nes­braut,“ segir í til­kynningu frá em­bætti lög­reglu­stjórans á Face­book.


„Við þökkum þeim veg­far­endum sem að­stoðuðu með það kær­lega. Ekki hætta ykkur út í þetta ó­veður illa til búin,“ segir að lokum í til­kynningunni.

STÖÐVIÐ! - STOP! Aðilar sem telja sig hafa verið að missa af flugi hafa tekið upp á því að ganga upp í flugstöð til að...

Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Sunday, January 12, 2020

Færð á Reykjanesbraut er orðin mjög slæm og er nú bíll við bil að flugstöð frá Þjóðbraut. Við mælum með að allir haldi...

Posted by Lögreglustjórinn á Suðurnesjum on Sunday, January 12, 2020