Horfa má á Fréttavaktina í spilaranum hér að ofan

Á Fréttavaktinni í kvöld

Björgunarafrek helgarinnar við gosstöðvarnar er með eindæmum. Karen Ósk Lárusdóttir björgunarsveitarmaður var á bakvaktinni landsstjórnar björgunarsveitarmanna þegar bandaríski ferðamaðurinn fannst og segir tilfinninguna þegar það gerðist hafa verið ósvikna gleði.

Theodór Skúlason svæfingalæknir og Jón Magnús Kristjánsson fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttöku mæta á Fréttavaktina. Ríflega eittþúsund íslenskir læknar mótmæla bágbornu ástandi íslenska heilbrigðiskerfisins. Þeir segja endurteknar tyllidagaræður stjórnmálamanna vera innantómar.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara og fyrrverandi sundkennari tekur undir áhyggjur umboðsmanns barna um sundkennslu og að hana eigi að kenna út frá hagsmunum barna.