Össur Skarp­héðins­son, fyrrum al­þingis­maður og utan­ríkis­ráð­herra fyrir Sam­fylkinguna, mærir Svan­dísi Svavars­dóttur, heil­brigðis­ráð­herra fyrir vel unnin störf. Á Face­book-síðu sinni skrifar Össur:

„Svan­dís er búin að vera fínn heil­brigðis­ráð­herra þó mis­viturt í­hald níði af henni skóinn við hvert tæki­færi. Í mjög erfiðri stöðu hefur hún ein­fal­d­ega staðið sig mjög vel.“

Hann segist skilja það vel ef Svan­dís vilji flytja sig úr heil­brigðis­ráðu­neytinu sem að hans sögn er „lang­erfiðast allra ráðu­neyta“.

„Hins vegar er út í hött að hún fari úr ríkis­stjórn - ef VG verður þar á­fram eins­og allt bendir til. Svan­dís er ein­fald­lega einn fárra stjórn­mála­manna á vellinum sem er með pondus og vigt, og stendur á sínu. Hún deli­verar,“ skrifar Össur.

Hann endar svo á því að segja að það sé ein­dregin krafa sín og konu hans, Dr. Árnýjar Erlu Svein­björns­dóttur, að Svan­dís verði mennta­mála­ráð­herra í nýrri ríkis­stjórn. Hvort Össur reynist sann­spár verður að koma í ljós en ríkis­stjórnar­flokkarnir vinna nú hart að því að reyna að mynda nýja stjórn í skugga kosninga­klúðursins í Norð­vestur­kjör­dæmi.