Kristín Björg Kristjáns­dóttir heilsunuddari segist óska þess að jafn­ræðis­reglan myndi gilda fyrir sína starf­stétt. Heilsunuddarar mega ekki starfa sam­kvæmt nýrri reglu­gerð heil­brigðis­ráðu­neytisins en annað gildir meðal annars um sjúkra­nuddara.

Líkt og fram hefur komið hefur reglu­gerðin farið öfugt ofan í marga. Líkams­ræktar­stöðvum er meðal annars leyft að hafa opið en hár­greiðslu­stofum ekki. Fór ráð­herra þar gegn til­lögum sótt­varna­læknis og kvaðst ráðu­neytið vilja gæta jafn­ræðis með á­kvörðuninni um opnun.

Sama nándin, sama smit­hættan

Kristín segir að ó­mögu­lega geta skilið hvers vegna yfir­völd meti sem svo að meiri smit­hætta sé fólgin í því að fara í heilsunudd heldur en til að mynda sjúkra­nudd. Heilsunuddarar eru ekki lög­gild heil­brigðis­stétt líkt og sjúkra­nuddarar og því nær undan­þága heil­brigðis­ráðu­neytisins ekki til þeirra.

„Í sjálfu sér er mjög lítill munur á okkar starfi. Þeir nudda eins og við, þetta er sama snertingin og þetta er sama nándin. Það er lítill munur þar á,“ segir Kristín. „Þau eru alveg jafn frá­bær og fag­leg og við, það er ekki það, heldur snýst þetta bara um jafn­ræðið.“

Í mars síðast­liðnum urðu heilsunuddarar að loka en þá átti það einnig við um hinar starf­stéttirnar, líkt og sjúkra­nuddara, sjúkra­þjálfara og hnykkjara.

„Nema hvað að nú virðist raunin vera sú að að­eins er gert ráð fyrir smit­hættu hjá sumum sem sinna störfum sem krefjast nándar en ekki öðrum. Við sinnum okkar störfum með grímu og hugum vel að sótt­vörnum og sótt­hreinsun,“ segir Kristín.

„Þetta gekk vel og mér vitan­lega hafa engin smit komið upp sem rekja má til heim­sóknar til heilsunuddara.“

Hún tekur fram að hún styðji að sjálf­sögðu sótt­varnar­að­gerðir stjórn­valda í hví­vetna og fylgi þeim eftir. Sam­staðan sé enda gríðar­lega mikil­væg og sótt­varnar­að­gerðirnar mikil­vægar. „En ég bara skil ekki af hverju jafn­ræðis­reglan gildir bara fyrir suma en ekki alla,“ segir hún.