Upp­lýsinga­fundur al­manna­varna­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra og em­bætti land­læknis boða til upp­lýsinga­fundar klukkan 11:00 í dag.

Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir og Rögn­valdur Ólafs­son, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn fara yfir stöðu mála varðandi fram­gang CO­VID-19 far­aldursins hér á landi.

Gestur fundarins verður Óskar Reyk­dals­son, for­stjóri Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins.

Alls greindust tíu með CO­VID-19 á Ís­landi í fyrra­dag, af þeim voru átta í sótt­kví. Alls eru 187 í ein­angrun á landinu. Ný­gengi innan­lands­smita er nú um 38,7 á 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikurnar.