Guð­mundur Árni Stefáns­son, odd­viti Sam­fylkingarinnar í Hafnar­firði, hefur haft sam­band við odd­vita Fram­sóknar­flokksins og óskað eftir myndun nýs meiri­hluta flokkana í Hafnar­firði.

Sam­fylkingin hlaut 29 prósenta fylgi í Hafnar­firði og fjóra menn kjörna en Sjálf­stæðis­flokkur fékk 30,7 prósent og einnig fjóra menn kjörna. Fram­sókn er í lykil­stöðu í Hafnar­firði en flokkurinn fékk tvo menn kjörna og Við­reisn einn. Sjálf­stæðis­flokkur og Fram­sókn hafa átt í sam­starfi undan­farin ár.

„Fólkið hefur talað. Kosninga­úr­slit liggja fyrir. Í Hafnar­firði stimpluðum við jafnaðar­menn okkur ræki­lega inn og fengum fjóra bæjar­full­trúa kjörna - tvö­földuðum tölu þeirra eins og mark­miðið var,“ sagði Guð­mundur Árni í Face­book-færslu í gær­kvöldi.

Hann rifjaði upp að fyrir kosningar hefði hann sagt að jafnaðar­menn væru reiðu­búnir að leiða bæinn næstu fjögur árin. Staðan eftir kosningar hefði ekkert breyst.

„Ég hef haft sam­band við odd­vita Fram­sóknar­flokksins og óskað eftir við­ræðum um myndun nýs meiri­hluta XS og XB í Hafnar­firði. En það eru flokkarnir sem sigruðu og voru kallaðir til verka, á meðan Sjálf­stæðis­flokkurinn tapaði um­tals­verðu fylgi. Við sjáum hvað setur. Það væri gott fyrir Hafn­firðinga að fá fé­lags­hyggju­meiri­hluta í Fjörðinn. Við jafnaðar­menn erum nú sem fyrr til­búnir í verkin.“