Um­boðs­maður Al­þingis hefur óskað eftir upp­lýsingum og skýringum frá lög­reglu­stjóranum á Suður­nesjum á á­kvörðun um að tak­marka að­gengi barna að gos­stöðvunum í Mera­dölum.

Eins og greint var frá á dögunum hefur börnum yngri en 12 ára verið bannað að ganga að gosinu. Á­kvörðunin var tekin á þriðju­dag eftir fund Al­manna­varna og við­bragðs­aðila, lög­reglu þar á meðal.

„Við sjáum að börn sem í raun og veru ráða ekki við það að vera að ganga upp að eld­­stöðvunum og við erum alltaf fyrst og fremst að hugsa um öryggi, bæði ferða­manna, er­­lendra gesta og borgara,“ sagði Hjör­dís Guð­munds­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi Al­manna­varna, við Frétta­blaðið. Bréf Umboðsmanns er stílað á Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra hjá Lögreglunni á Suðurnesjum.

Í frétt á vef Um­boðs­manns Al­þingis kemur fram að óskað sé upp­lýsinga um hvort og þá hve­nær þessi á­kvörðun lög­reglu­stjóra hafi tekið gildi og hvort henni hafi verið markaður sér­stakur gildis­tími.

Þá er þess óskað að lög­reglu­stjóri skýri nánar á hvaða laga­grund­velli um­rædd á­kvörðun er reist og veiti jafn­framt upp­lýsingar um það hvaða gögn, upp­lýsingar eða rök­semdir hafi legið til grund­vallar því mati lög­reglu­stjóra að tak­marka að­gengi barna yngri en 12 ára að svæðinu. Hvort og þá með hvaða hætti lög­reglu­stjórinn á Suður­nesjum hafi kynnt al­menningi á­kvörðun sína eða hyggist gera slíkt. Óskað er eftir svörum innan viku.

Bréf Umboðsmanns Alþingis.