Logi Einars­son, for­maður Sam­fylkingarinnar, hefur óskað eftir því að utan­ríkis­ráð­herra komi á fund utan­ríkis­mála­nefndar og geri grein fyrir af­stöðu sinni varðandi þá stöðu sem komin er upp eftir nýjustu á­kvörðun Banda­ríkja­for­seta en þetta kemur fram í færslu Loga á Face­book.

„Það voru sár von­brigði að þau segðu sig frá Parísar­sátt­málanum, óráð að þau drægju sig út úr sam­komu­lagi við Írani um kjarn­orku­vopn og hrylli­legt ef Trump stefnir nú Kúrdum í voða með því að draga banda­ríska her­menn frá Sýr­landi,“ segir Logi í færslunni en hann segir utan­ríkis­stefnu Banda­ríkjanna valda sér miklum á­hyggjum.

Leikur að eldi Utanríkisstefna Bandaríkjanna veldur mér miklum áhyggjum. Það voru sár vonbrigði að þau segðu sig frá...

Posted by Logi Einarsson on Monday, October 7, 2019