Bæjarráð Hafnar í Hornafirði tók fyrir á fundi bæjarráðs í gær beiðni frá Ægi Þór Sævarssyni, níu ára dreng sem glímir við vöðva­rýrnunarsjúkdóminn Duchenne.

Í bréfinu óskaði Ægir eftir fundi með bæjarráði í von um að ræða möguleikann á lyftu við vatnsrennibrautina í sundlaug bæjarins. Þrjár rennibrautir eru við sundlaugina í Höfn á Hornafirði.

Þar lýsir Ægir því að hann vilji geta farið margar ferðir með vinum sínum en hann verði of þreyttur í fótunum. Fyrir vikið þurfi hann að hvílast reglulega. Bæjarráð lofaði að taka málið til skoðunar.

Handskrifað bréf Ægis til bæjarráðsins.
mynd/fundargerð bæjarstjórnar Hornafjarðar