Prestur á Ítalíu, sem ný­verið lést af völdum kóróna­veirunnar, hefur snert hjörtu marga fyrir ein­staka ó­sér­plægni sína. Presturinn, sem hét Guiseppe Berar­delli og var 72 ára gamall, af­þakkaði öndunar­grímu sem sóknar­barn hans hafði keypt handa honum og á­kvað þess í stað að gefa hana ungum sjúk­lingi CO­VID-19. Ber­delli sýktist í kjöl­farið af kóróna­veirunni og lést af hennar völdum í sjúkra­húsi í síðustu viku.

Berar­delli bjó og starfaði í bænum Casnigo í Lom­bar­dy héraðinu á Norður-Ítalíu, en upp­tök kóróna­far­aldursin á Ítalíu eru rakin til þess svæðis. Út­göngu­bann er í Casnigo og fékk Bar­delli því ekki hefð­bundna út­för en í­búar Casnigo hylltu hann þess í stað útum glugga og svalir sínar þegar kista hans var borin til grafar.

Guiseppe Berar­delli er meðal 50 presta á Ítalíu sem látist hafa úr CO­VID-19 sjúk­dómnum sem kóróna­veran veldur.

Mikil skortur er á öndunar­grímum á Ítalíu og illa gengur að flytja þær inn til landsins. Heil­brigðis­yfir­völd hafa segja að skortur á grímum og á loft­ræsti­búnaði sé helsti vandi Ítalíu í bar­áttunni við kóróna­far­aldurinn.