Rúss­neska dag­blaðið Nova­ya Gazeta, lýsir bæði sorg og skömm vegna á­rása Rúss­lands á Úkraínu. Rit­stjórnin hefur á­kveðið að blaðið verði gefið út bæði á rúss­nesku og úkraínsku á morgun.

Rit­stjóri blaðsins, Dmi­try Muratov, sem gegndi her­skyldu fyrir sovéska herinn í ára­raðir, voru veitt friðar­verð­laun Nóbels í fyrra fyrir störf sín í þágu tjáningar­frelsis.

Dmi­try greindi frá á­kvörðun rit­stjórnarinnar á Twitter í morgun. Hann segir rit­stjórnina upp­lifa bæði sorg og skömm vegna stríðs sem ein­göngu for­setanum Vla­dimir Putin verði kennt um.

„Við munum aldrei líta á Úkraínu sem óvin eða úkraínsku sem tungu­mál ó­vinsins.“

„Hvað næst, kjarn­orku­á­rásir?“ spyr rit­stjórinn.

„Við munum gefa blaðið út bæði á rúss­nesku og úkraínsku þar sem við munum aldrei líta á Úkraínu sem óvin eða úkraínsku sem tungu­mál ó­vinsins.“

Svo hvetur rit­stjórinn Rússa til að mótmæla stríðinu. „Að­eins mót­mæli Rússa gegn þessu stríði, geta að mínu mati bjargað manns­lífum.“