Meiri­hluti um­hverfis- og sam­göngu­nefndar sam­þykkti um helgina breytingar­til­lögu þar sem lagt er til að virkjana­kostir sem áður voru ýmist í nýtingar- eða verndar­flokki verði færðir í bið­flokk og rann­sakaðir betur.

Meirihluti nefndarinnar er klofin vegna málsins og ein­hverjir hafa gagn­rýnt Vinstri græna, sem eiga að vera flagg­skip náttúru­verndar á Ís­landi, fyrir að styðja breytingarnar.

Kári Gauta­son, vara­þing­maður Vinstri grænna, segir að flokkurinn sé ekki hræddur við að takast á við erfið mál og leysa þau. Hann er ó­sam­mála því að Vinstri græn séu hætt að vera náttúru­verndar­flokkur.

„Ég er sam­þykkur því að af­greiða þetta mál með þessum hætti og styð niður­stöðu meiri­hluta um­hverfis-og sam­göngu­nefndar. Ég skil jafn­framt gagn­rýnina, því þetta eru oft og tíðum afar mikil til­finninga­mál þegar verið er að ræða virkjanir á þessum við­kvæmu svæðum. Ég sýni þeim sjónar­miðum mikla sam­kennd. Ég er ekki til­búinn að taka undir það að Vinstri græn séu hætt að vera ein­hver náttúru­verndar­flokkur. Það er ekki þannig að mínu viti,“ sagði Kári.

Hann segir að það sé í höndum Al­þingis að taka loka­á­kvörðun um málið. „Ef það hefði verið hugsunin frá upp­hafi að ein­hver annar ætti að taka loka­á­kvörðun þá hefðu lögin verið skrifuð á annan veg. Ég styð þessa niður­stöðu og mun tjá mig um hana með at­kvæðinu mínu þegar að því kemur.“

Auður Önnu Magnús­dóttir, fram­kvæmdastjóri Land­verndar, segir að verk­efna­stjórn hafi engar rann­sóknir eða gögn sem styðji þessa á­kvörðun. Hún segir vinnu­brögðin ó­fag­leg.

„Á­kvarðanirnar eiga að vera teknar út frá fag­legum for­sendum og það þurfa að vera vísinda­leg gögn á bak við það sem styður á­kvarðanirnar. Meiri­hlutinn kemur ekki með nein gögn til þess að styðja þessar á­kvarðanir sínar. Það er virki­lega ó­fag­legt,“ segir Auður.

Hún segir að það verði að taka á­kvarðanir út frá rann­sóknum og gögnum sem hafa var­úðar­sjónar­mið gagn­vart náttúrunni að mark­miði.

„Það er búið að fara fram mat sem er auð­vitað gallað að mörgu leyti og ramma­á­ætlun er ó­full­komin. Það er margt sem við myndum vilja gera öðru­vísi,“ segir Katrín.

Hún biður alla þing­menn nú um að standa vörð um náttúru Ís­lands og sam­þykkja ekki til­færslurnar.

„Það að gera breytingar á ein­hverju sem skiptir Ís­lendinga miklu máli. Hvaða náttúru­perlur á að eyði­leggja og hverjum á að hlífa? Að koma fram með slíkar breytingar á þessari þings­á­lyktunar­til­lögu á laugar­degi, þegar á að af­greiða málið á þriðju­degi eða mið­viku­degi, er mjög ó­lýð­ræðis­legt og gefur okkur ekki tæki­færi til þess að ræða hvað er raun­veru­lega í húfi eða kynna þing­mönnum hvað þetta þýðir í raun og veru.“

Urriðafossvirkjun er ein af þeim virkjunum í neðri hluta Þjórsár sem meirihluti umhverfis-og samgöngunefndar vill færa úr nýtingarflokk í biðflokk.
Fréttablaðið/Anton Brink