Lilja Al­freðs­dóttir, mennta­mála­ráð­herra, segir að öryggis­mál í fram­halds­skólum séu til skoðunar vegna hópslags­málanna sem áttu sér stað í Borgar­holts­skóla í gær.

Líkt og greint hefur verið frá hafa þrjú ung­menni verið hand­tekin vegna slags­málanna þar sem ungur maður mætti með hafna­bolta­kylfu og hníf og réðist á nem­endur. Þeir voru á aldrinum sex­tán til ní­tján ára og gaf sá síðast­nefndi sig fram við lög­reglu í gær­kvöldi.

Ár­sæll Guð­munds­son, skóla­stjóri Borgar­holts­skóla, sagði í gær at­burðinn án hlið­stæðu í ís­lenska skóla­kerfinu og væri í raun að­för að opnu skóla­kerfi hér á landi. Hann sagði ljóst að þetta myndi kalla á um­ræður um öryggis­mál í fram­halds­skólum.

Að­spurð að því hvort hún sé sam­mála því segir Lilja að hún muni funda á morgun með skóla­meisturum og rektorum fram­halds­skóla. Þar verði öryggis­mál á dag­skrá.

„Þar förum við yfir of­beldið sem átti sér stað í gær og stöðuna,“ segir Lilja. Innt eftir því hvort hún sjái fyrir sér breytingar á öryggis­gæslu við fram­halds­skóla landsins í kjölfar þessa, segir Lilja að lagt verði frekara mat á það þegar rann­sóknir lög­reglu á at­vikinu í Borgar­holts­skóla liggja fyrir.

„Við búum auð­vitað í frjálsu og góðu sam­fé­lagi og við viljum halda í þá sam­fé­lags­gerð. Ég legg ríka á­herslu á það,“ segir ráð­herrann. Hún leggur á­herslu á að starfs­menn Borgar­holts­skóla hafi brugðist hár­rétt við í gær.