Nan­cy Pelosi, for­seti full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings, hefur til­kynnt að öryggis­gæsla verði aukin þegar Joe Biden tekur við em­bætti for­seta næst­komandi mið­viku­dag. Að hennar sögn stóð það alltaf til að at­höfnin yrði fá­menn vegna CO­VID-19 en í ljósi ó­eirðanna við þing­húsið var á­kveðið að auka öryggi enn frekar.

„Þetta er ekki eftir­gjöf til hryðju­verka­mannanna,“ sagði Pelosi á blaða­manna­fundi í kvöld en hún sagði að gripið hafi verið til að­gerða vegna hættu CO­VID-19 og hótana um frekara of­beldi. „Í þessu til­felli held ég að [of mikið öryggi] gæti verið nauð­syn­legt.“

Ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar

Pelosi vísaði þar til ó­eirðanna í Was­hington, D.C., í síðustu viku en Donald Trump, sitjandi Banda­ríkja­for­seti, hefur nú verið á­kærður til em­bættis­missis fyrir að hvetja til upp­reisnar í tengslum við málið. Margir óttast nú að frekari ó­eirðir brjótist út á síðustu dögum kjör­tíma­bils Trumps.

Fimm manns, þar af einn lög­reglu­maður, létust þegar ó­eirðir brutust út við þing­húsið í Was­hington, D.C., en stuðnings­menn Trumps réðust inn í þing­húsið þar sem þing­mennirnir voru saman komnir til að stað­festa úr­slit for­seta­kosninganna. Rýma þurfti bygginguna í kjöl­farið en síðar um kvöldið stað­festu þing­mennirnir úr­slitin.

Á­kærurnar á hendur Trump voru sam­þykktar innan full­trúa­deildarinnar síðast­liðinn mið­viku­dag en öldunga­deild þingsins mun á næstunni á­kveða hvort Trump verði sak­felldur eða ekki. Það er þó ljóst að það gerist ekki fyrr en Biden tekur við em­bætti en að sögn Pelosi er verið að undir­búa réttar­höldin.

COVID-19 fyrsta verkefnið

Líkt og áður segir mun Joe Biden taka við em­bætti for­seta þann 20. janúar 2021 en hann á þá erfitt verk fyrir höndum og verða við­brögð við kóróna­veirufar­aldrinum hans fyrsta verk. Hann kynnti í gær 1,9 billjón dala efna­hags­pakka til þess að bregðast við á­hrifum far­aldursins og er vonast til að hægt verði að sam­þykkja hann sem fyrst.

„Við munum strax hefjast handa við að breyta hug­sjón hins ný­kjörna Biden í lög­gjöf sem verður sam­þykkt af báðum deildum [þingsins] og gerð að lögum,“ sagði Pelosi í yfir­lýsingu um málið í gær. Í dag tók hún undir orð Bidens um að hjálp væri á leiðinni og sagði að um mikilvægt mál væri að ræða.

Blaðamannafund Pelosi í heild sinni má finna hér fyrir neðan: