For­sætis­ráð­herrar Ís­lands, Dan­merkur og Noregs segja í sam­eigin­legi yfir­lýsingu að þau styðji öll aðildar­um­sókn Sví­þjóðar og Finn­lands að At­lants­hafs­banda­laginu. Þar kemur einnig fram að ef árás verði gerð á ríkin áður en til fullrar aðildar sé komið muni þau að­stoða þau með öllum til­tækum ráðum.

„Á­kvörðun Finn­lands og Sví­þjóðar um að sækja um aðild að banda­laginu byggist á full­veldis­rétti ríkjanna til að á­kveða fyrir­komu­lag eigin öryggis­mála. Finn­land og Sví­þjóð eiga rétt á því að fylgja aðildar­ferli sínu eftir án nokkurra til­rauna til utan­að­komandi af­skipta,“ segir í yfir­lýsingu ráð­herranna þriggja og að bæði löndin deili grund­vallar­gildum At­lants­hafs­banda­lagsins og muni efla sam­eigin­legar varnir og öryggi á Evró-At­lants­hafs­svæðinu.

Í yfir­lýsingunni kemur fram að Ís­land, Noregur og Dan­mörk muni gera allt sem í valdi þeirra stendur til að tryggja að aðildar­ferlið gangi hratt fyrir sig þar sem Finn­land og Sví­þjóð standast nú þegar við­mið sem gerð er krafa um vegna aðildar að At­lants­hafs­banda­laginu.

„Liðs­afli ríkjanna stenst staðla banda­lagsins og unnt er að tryggja sam­hæfni með liðs­afla banda­lags­ríkja. Við höfum þjálfað og æft saman í mörg ár. Við metum mikils veiga­mikið fram­lag Finn­lands og Sví­þjóðar til verk­efna og að­gerða At­lants­hafs­banda­lagsins. Öryggi Finn­lands og Sví­þjóðar varðar okkur öll,“ segja þau að lokum í yfir­lýsingunni sem er hægt að lesa hér á vef stjórnar­ráðsins.

Ríkisstjórnin fundaði

Ríkis­stjórnin fundaði í dag á auka­fundi ríkis­stjórnarinnar um aðild Finn­lands og Sví­þjóðar að At­lants­hafs­banda­laginu. Sam­kvæmt upp­lýsinga­full­trúa for­sætis­ráðu­neytisins var það vegna þess að bæði for­sætis­ráð­herra verða ekki við­staddar á ríkis­stjórnar­fundi á morgun vegna utanlandsferða en eitt skilyrða aðildarumsóknarinnar er að ríkisstjórnir NATO ríkja fundi um þær. Utanríkisráðherra mun svo leggja fram þingsályktunartillögu um málið sem þingið þarf einnig að ræða og samþykkja.