Örvunar­bólu­setningar skipta sköpum í bar­áttunni við kórónu­veiruna, sagði Þór­ólfur Guðnason sóttvarnalæknir í kvöld­fréttum Stöð 2 í dag.

Að sögn Þór­ólfs gefur þriðja skammti bólu­efnis um níu­tíu prósent betri árangur gegn delta-af­brigði veirunnar miðað við tvo skammta.

Rann­sókn bólu­efna­fram­leiðandans Pfizer sem birt var í dag gefur til kynna að örvunar­skammtur af bólu­efni fyrir­tækisins veiti vernd gegn ó­míkrón-af­brigðinu en að fyrri tveir skammtarnir dugi lík­lega ekki til.

Von er á niður­stöðum frá Moderna og John­son & John­son sem fram­leiðir Jans­sen bólu­efnið á næstu dögum.

Sem stendur hafa 121 þúsund manns fengið örvunar­skammt á Ís­landi og er nú opið hús í bólu­setningar í Laugar­dals­höllinni fyrir þau sem kláruðu grunn­bólu­setningu fyrir fimm mánuðum eða meira.

Til­kynnt var í gær að sam­komu­tak­markanir haldist ó­breyttar í tvær vikur vegna ó­vissu um ó­míkrón-af­brigðið.