Matvælastofnun (MAST) varar við neyslu á ís frá Ketó kompaní vegna örverumengunar eða iðragerla sem í þeim hafa fundist.

Fjórum tegundir af ís eru innkallaðar, Kökudeigsís, Jarðaberjaostakökuís, Fíla karamelluís og Saltkaramelluís.

Allar vörurnr eru framleiddar á sama degi. Nánar hér á vef MAST.

Neytendur sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila til fyrirtækisins gegn endurgreiðslu. Nánari upplýsingar veitir fyrirtækið í gegnum netfangið ketokompani@ketokompani.is

Fjórar tegundir af Ketó ís eru mengaðar og má ekki neyta þeirra
Mynd/Ketokompaní/Samsett