Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­land, segist mjög öruggur um það að þing­menn breska þingsins muni sam­þykkja Brexit-sam­komu­lagið sem sam­þykkt var í dag þrátt fyrir and­stöðu Lýð­ræðis­­lega sam­bands­­flokk­sins á Norður-Ír­landi, DUP.

For­maður DUP, Nigel Dodds, sakaði for­sætis­ráð­herrann um að vera of á­kafan um að fá sam­komu­lag, sama hvað það kostaði. Sam­komu­lagið verður lagt fyrir breska þingið næst­komandi laugar­dag.

„Þetta er okkar tæki­færi í Bret­landi sem lýð­ræðis­sinnar til að klára Brexit og komast út þann 31. októ­ber,“ sagði Boris.

Í at­kvæða­greiðslunni verður John­son að fá stuðning frá þeim sem styðja Brexit auk þeirra 23 fyrr­verandi í­halds­manna sem nú sitja á þinginu sem ó­háðir þing­menn, þar á meðal 21 sem hann sjálfur sparkaði út af þingi Í­halds­flokksins í síðasta mánuði eftir að þing­mennirnir kusu gegn honum í til­raun sinni að koma í veg fyrir að ekki yrði af Brexit án samnings.

Fullviss um að mæta ekki sömu örlögum og May

John­son sagði í dag að hann myndi ekki mæta sömu ör­lögum og for­veri hans Theresa May sem í­trekað mis­tókst að koma Brexit sam­komu­lagi í gegnum þingið.

„Ég er full­viss um að þegar sam­starfs­fólk mitt í þinginu skoðar samninginn muni þau vilja kjósa með honum á laugar­daginn og næstu daga á eftir,“ sagði John­son á Evrópu­sam­bands­ráð­stefnu í Brussel í dag.

For­seti Evrópu­sam­bandsins, Jean-Clau­de Juncker, sagði fyrr í dag að það væri engin þörf á því að fram­lengja út­göngu Breta lengur en til 31. októ­ber, því þau hafi komist að sam­komu­lagi. Sam­starfs­fólk hans í Evrópu­sam­bandinu, eins og for­seti Evrópu­ráðsins, Donald Tusk, setti þó að­eins meiri fyrir­vara á sam­komu­lagið og sagði að hann myndi ráð­færa sig við önnur sam­bands­ríki um hvort að það væri þörf á að fram­lengja.

Á sam­eigin­legum blaða­manna­fundi þeirra og höfuð­samninga­manni sam­bandsins, Michel Barni­er, greindu þeir allir frá því að þeir myndu sjá á eftir Bret­landi úr sam­bandinu. Tusk sagðist sorg­mæddur að sjá á eftir Bretum úr sam­bandinu og sagðist vonast til þess að Bretar myndu snúa aftur einn dag. dyrnar myndu í það minnsta alltaf standa þeim opnar.

Greint er frá á BBC.