Ferðaskrifstofurnar Úrval-Útsýn og VITA hófu í gær flugsamgöngur til Tenerife, stærstu eyju Kanaríeyja, eftir hlé vegna kórónaveirufaraldursins.

Á morgun hefjast einnig flug á ný til Alicante og verða vikulegar ferðir í allt sumar. að því er fram kemur á vefnum turisti.is og Facebook síðum ferðaskrifstofanna.

Zurab Pololikashvili, aðalritari Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) hefur lagt blessun sína yfir opnun Kanaríeyja eftir fimm daga úttekt á stöðunni á eyjaklasanum í vikunni.

Á blaðamannafundi þann 8. júlí sagði aðalritarinn að hann taldi öruggt fyrir ferðamenn að ferðast til eyjanna.