Innritun í flug Niceair til London sem er áætlað klukkan tólf í hádeginu er ekki hafin. Um er að ræða flug sem áætlað var klukkan 7.45 í morgun, en var í gærkvöldi frestað til hádegis í dag.

Greint var frá því í Fréttablaðinu í dag að unnið væri að lausn með íslenskum flugrekanda en vandamál hafa verið á Lundúnaflugi félagsins frá því að það hóf rekstur fyrr í þessum mánuði.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá upp­lýsinga­full­trúa Isavia, Guð­jóni Helga­syni, var inn­ritun ekki hafin um 25 mínútur yfir 11 í dag en flugið er á vef Isavia sagt á á­ætlun klukkan tólf.

Hann tekur fram að það sé á á­byrgð svo­kallaðra „ground handlers“ að sjá um inn­ritun og að af­ferma og setja í vélarnar en Icelandair sér um það fyrir hönd fé­lagsins á flug­vellinum á Akur­eyri.

Þor­valdur Lúð­vík Sigur­jóns­son fram­kvæmdar­stjóri Niceair vildi ekki tjá sig um málið. Hann segir að tilkynning frá flugfélaginu sé á leiðinni.

Sam­kvæmt vef Isavia er flugið til London Stan­sted en á á­ætlun.