Um helgina fundust 50 dauðar heiða­gæsir við Hval­nes í Lóni og í Suður­fjörum. Í til­kynningu frá Mat­væla­stofnun (MAST) kemur fram að or­sök dauða þeirra sé ó­þekkt vegna þess að ekki var nægi­legt hold á þeim til að skima fyrir fugla­flensu.

MAST barst til­kynning um dauðu fuglana um helgina frá Náttúru­stofu Suður­lands en þegar eftir­lits­maður þeirra kom á vett­vang var búið að éta þau þannig að ekki var hægt að taka sýni til að rann­saka hvort þær hefðu verið smitaðar af fugla­flensu. Sam­kvæmt til­kynningu hefur MAST verið í sam­bandi við heima­menn og munu taka sýni ef fleiri fuglar finnast dauðir.

Þá kemur fram í til­kynningu að vegna fugla­flensu­far­aldurs sem nú geisar í Evrópu sé mikil­vægt fyrir Mat­væla­stofnun að fá til­kynningu um dauða fugla þegar or­sök dauða þeirra er ekki aug­ljós, svo sem þegar fuglarnir hafa flogið á raf­magns­línur, á rúður eða fyrir bíla.

Þau af­brigði fugla­flensu­veiru sem nú herja á fugla í Evrópu eru ekki bráð­smitandi fyrir fólk en þó er ráð­legt að gæta al­mennra smit­varna, snerta ekki dauða fugla með berum höndum og til­kynna tafar­laust um fundinn.

Veiran getur valdið miklum bú­sifjum hjá ali­fugla­eig­endum og leitt til niður­skurðar á öllum fuglum. Mikil­vægt er að ali­fugla­eig­endur sinni smit­vörnum.

Til­kynning MAST er að­gengi­leg hér.