Með því að sameina þróun japönsku F-X-orrustuþotunnar og hinnar bresk-ítölsku Tempest-þotu munu þjóðirnar þrjár hafa komið sér upp sinni útfærslu á því sem nefnt er sjötta kynslóðin í orrustuþotum og yrði samkeppnisfær á því sviði.

Verkefnið myndi marka vatnaskil fyrir Japan að því leyti að það yrði í fyrsta sinn sem Asíuþjóðin ætti aðild að slíku varnarþróunarsamstarfi við aðra en Bandaríkin. Japanir leggja nú aukna áherslu á varnarmál og hafa uppfært öryggisáætlanir þar sem þeim er brugðið vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Mynd/Graphic News

Samhliða hefur verið blásið enn frekara lífi í þann ásetning Japana að skapa sterkari bönd við ýmsa bandamenn á sviði varnarmála í ljósi hugsanlegra stríðsátaka við Kínverja vegna Taívan.

Bretar og Ítalir hafa um nokkurra ára skeið verið að þróa Tempest-orrustuþotuna í samkeppni við svokallað Framtíðar orrustukerfi í lofti (FCAS) sem Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar eru með í þróun. Langt hlé var orðið á FCAS-verkefninu en nú hefur það verið endurvakið eftir að ráðamenn í Berlín og París náðu á dögunum samkomulagi á sviði stjórnmála og iðnaðar um það hvernig halda beri verkefninu áfram.

Bandaríkjamenn og Rússar eru einnig hvorir um sig að þróa sínar eigin gerðir af sjöttu kynslóðar orrustuþotum.

Útgjöld til hernaðarmála 2021

í milljörðum dala

Allur heimurinn 2.113

Bandaríkin 801

Kína 293

Indland 76,6

Bretland 68,4

Rússland 65,9